Atvinna í boði í Afreki — vilt þú ganga til liðs við okkur?

Afrek auglýsir eftir starfskrafti í fullt starf eða hlutastarf. Vinnutíminn er frá 7 til 15 virka daga. Starfsvið: Afgreiðsla/móttaka Þrif Hæfniskröfur: Reynsla af afgreiðslustörfum er kostur en ekki skylda Frumkvæði og rík þjónustulund Stundvísi og ábyrgð Áhugi á líkamsrækt er kostur Starfinu fylgir að sjálfsögðu aðgangur að tímum í Afreki. Umsóknir sendist á netfangið: [email protected] […]

Vinadagur Afreks á laugardaginn!

Stemningin á laugardagsæfingunum í Afreki er einstök en nú stefnum við á að rífa þakið af húsinu! Næsta laugardag verður vinadagur Afreks sem þýðir að við hvetjum okkar fólk til að taka einhvern sem er ekki skráður iðkandi með á æfingu. Til að gera þetta ennþá skemmtilegra þá ætlum við að draga út einn heppinn […]

Stefnuskrá Afreks fyrir næsta kjörtímabil

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí og þrátt fyrir að Afrek sé ekki stjórnmálaflokkur þá höfum við sett saman stutta stefnuskrá fyrir næsta kjörtímabil. Kjósum Afrek! Tryggjum lóðaframboð Afrek opnaði um áramótin og útrýmdi um leið viðvarandi lóðaskorti í Skógarhlíð. Í dag er nóg af lóðum í fjölbreyttum þyngdum á svæðinu. Við komum í veg […]

Afrek býður upp á sveigjanlegt sumarkort

Sumarið er á næsta leiti og af því tilefni býður Afrek upp á sveigjanlegt sumarkort sem hentar fólki á ferð. Smelltu hér til að kynna þér málið. Sumarkort Afreks gildir í tvo mánuði en er sérstakt að því leyti að þú ræður hvenær þú nýtir það á tímabilinu 15. maí til 31. ágúst. Kortið virkjast […]

Ný áskriftarleið fyrir fólk sem mætir ekki

Þessi frétt aprílgabb — við viljum að sjálfsögðu styrkja þig og hvetjum þig því til að mæta reglulega á æfingu! Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um aprílgöbb dagsins. — Áskriftarleið fyrir fyrir fólk sem vill eiga kort í ræktina án þess að þurfa að mæta á staðinn er nú í boði á vef […]

Afreksskólinn útskýrir fimm óskiljanleg hugtök

Að mæta á æfingu getur verið meiri hugarleikfimi en raunveruleg leikfimi. Þjálfarinn er yfirleitt búinn að skrifa nokkur óskiljanleg hugtök upp á töflu en ekki örvænta: Afreksskólinn kemur okkur til bjargar og skólastjórinn sjálfur, Ólafur Viggósson er til þjónustu reiðubúinn! AMRAP Stendur fyrir „as many rounds/reps as possible“. Við notum ensku skammstöfunina enda yrði talsvert […]

Afrek býður upp á styrktarnámskeið fyrir golfara

„Við ætlum að hjálpa golfurum að gera líkamann klárann fyrir hámarkslækkun á forgjöfinni,“ segir Harpa Brynjarsdóttir, þjálfari í Afreki og golfari. Í mars hefur göngu sýna sérstakt námskeið fyrir golfara Afreki. Skráning er hafin á námskeiðið, sem stendur yfir í mánuð í senn og inniheldur styrktar- og liðleikaæfingar sem eru sérsniðnar fyrir betri hreyfigetu, líkamsbeitingu […]

Í skýjunum með frábærar viðtökur

„Viðtökurnar hafa verið frábærar og við erum bara í skýjunum,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, framkvæmdastjóri Afreks. Afrek opnaði um áramótin en fjögur vel sótt grunnnámskeið hafa þegar farið fram í stöðinni. Fimmta grunnnámskeiðið fer fram um helgina og fólk er þegar byrjað að skrá sig á námskeiðin næstu helgar í febrúar. Nokkur pláss eru laus […]

Vatns- og vindheld heimaæfing í rauðri veðurviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland milli fjögur og átta á mánudag. Æfingar í Afreki í fyrramálið falla því niður. Við bendum iðkendum okkar á að fylgjast með inni í hópnum okkar á Facebook, þar sem við birtum tilkynningar ef við þurfum að fella niður fleiri æfingar vegna óveðursins. […]

Afrek á lista Vogue yfir hágæða gym í Reykjavík

Afrek er á lista tímaritsins Vogue í Skandinvíu yfir bestu hágæða líkamsræktarstöðvarnar í Reykjavík. Listinn er birtur á vef tímaritsins. „Ef þú varst að velta því fyrir þér, þá þýðir hagnýt þjálfun að þjálfa líkamann fyrir athafnir daglegs lífs og Afrek gerir það með stæl,“ segir í umfjölluninni. Blaðamaðurinn Julia Oravisto tók listann saman en […]