fbpx

Afreksborgarar 60+

Afreksborgarar eru hópatímar fyrir reynslumeiri borgara landsins á besta aldri þar sem sérstök áhersla er lögð styrk, liðleika og úthald sem gagnast í daglegu lífi.

Afrek er ný líkamsræktarstöð í Skógarhlíð 10. Við trúum því að líkamsrækt eigi bæði að vera skemmtileg og krefjandi. Í Afreki er boðið upp á hópatímana Kraftur & úthald þar sem fólk kemur saman og tekur á því í góðum félagsskap. Nú höfum við útfært þessa tíma sérstaklega fyrir eldri hóp, þar sem við vinnum með hagnýtar hreyfingar í fjölbreyttum æfingum sem skila árangri.

Á æfingunum vinnum við með handlóð, stangir, ketilbjöllur, hjól, róðravélar og annan búnað og það er engin krafa fyrir nýliða að kunna tæknina — þjálfarar okkar fara vel yfir hverja æfingu fyrir sig og gefa nauðsynlegar leiðbeiningar.

Í Krafti og úthaldi 60+ er æft er á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 9:00. Athugið að þrátt fyrir að það sé sérstaklega tekið fram að tímarnir séu fyrir 60 ára og eldri þá er engin skylda að hafa náð þeim aldri.

Við ætlum að bjóða áhugasömum upp á ókeypis prufutíma fimmtudaginn 1. september klukkan 9. Sendu okkur póst á [email protected] og skráðu þig í tímann!

Verð: 12.990 kr.