
Afreksfimi
Nú bjóðum við upp á stærri og betri Afreksfimi. Valgerður hefur bætt við fjölbreyttum fimleikahreyfingum við námskeiðið. Námskeiðið er fyrir byrjendur sem og lengra komna.
Afreksfimi er námskeið þar sem markmiðið er að bæta handstöðu og getu til að labba á höndum ásamt því að bæta tækni í æfingum á borð við upphífingar, toes to bar, handstöðuarmbeygjur, pressur, V-ups og fleiri.
Valgerður Sigfinnsdóttir heldur utan um Afreksfimi. Hún hefur þjálfað fimleika í 13 ár og byrjaði að þjálfa í Afreki þegar stöðin opnaði í byrjun árs 2022. Þá hefur hún boðið upp á fjarþjálfun í handstöðu síðan í haust.
„Ég hef æft fimleika síðan ég man eftir mér og þar komu handstöður mikið við sögu. Síðastliðin fjögur ár hefur áhugi minn á handstöðum aukist mikið og er stór partur af minni líkamsrækt í dag,“ segir hún.
Á námskeiðinu hyggst Valgerður enn kenna undirstöðuatriði fyrir handstöðu og gefa fólki verkfæri sem þarf til að læra að standa og labba á höndum. „Handstöður eru skemmtileg leið til að auka fjölbreytileika á æfingum. Þær bæta styrk í core og efri hluta líkamans auk þess að vera góð jafnvægisæfing,“ segir Valgerður.
Námskeiðið fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 19.15 til 20.15. Korthafar í Afreki fá 50% afslátt af námskeiðsgjaldinu — hafið samband til að virkja afsláttinn.
Næsta námskeið hefst 2. nóvember.
Verð: 19.990 kr.