fbpx

Opið um jólin í Afreki

Það verður nóg af æfingum í boði í Afreki um jólin og fullt af skemmtilegum svita framundan. Samhliða þessu verður hægt að sjá æfingar sjö daga fram í tímann í Wodify-appinu út desember ef fólk vill byrja að skipuleggja sig.

Jólaopnun er eftirfarandi:

  • Þorláksmessa: Venjuleg opnun fram yfir hádegisæfingar en lokum eftir þær (um klukkan 13).
  • Aðfangadagur: Þrjár æfingar, kl. 8, 9:05 og 10:10
  • Jóladagur: Tvær æfingar, kl. 10:10 og 11:20
  • Annar í jólum: Helgaropnun
  • Gamlársdagur: Helgaropnun
  • Nýársdagur: Tvær æfingar; 10:10 og 11:20

Hlökkum til að æfa með ykkur um jólin!