fbpx

„Ótrúlegur munur eftir aðeins þrjár æfingar“

Sveinn Sampsted, íþróttafræðingur og iðkandi í Afreki, hefur stórbætt sig í handstöðugöngu eftir að hann skráði sig á námskeiðið Afreksfimi – handstaða.

Valgerður Sigfinnsdóttir heldur utan um námskeiðið, sem hóf göngu sína í byrjun árs. Hún hefur þjálfað fimleika í 13 ár og byrjaði að þjálfa í Afreki þegar stöðin opnaði í byrjun árs 2022. Næsta námskeið hefst 11. mars og fer fram á laugardögum.

Smelltu hér til að skrá þig.

„Mig langaði fyrst og fremst að læra rétta tækni við handstöðu og handstöðugöngu til að geta labbað yfir salinn á æfingum í Afreki,“ segir Sveinn. „En ég vildi einnig halda áfram að þróast sem íþróttamaður með því að læra nýjar hreyfingar og færni.“

Sveinn segir að námskeiðið sé mjög skemmtilegt og að hann hafi lært góðan grunn sem hann getur nýtt sér í almennri líkamsrækt „En einnig sérhæfðar æfingar sem er gaman að grípa í til að auka fjölbreytni á æfingum. Kennslan var mjög vel skipulögð hjá Völu sem byrjaði með okkur á grunnæfingum og síðan gat hver fyrir sig lært og unnið eftir eigin getustigi.“

Fyrir námskeiðið gat Andri verið í handstöðu upp við vegg og tekið 2-3 skref. „En eftir námskeiðið þá get ég haldið handstöðu án veggstuðnings, með mun meira sjálfstraust, þar sem ég kann núna réttu leiðina til að lenda ef ég missi jafnvægið,“ segir Sveinn og bætir við að handstöðugangan hafi stórbatnað. „Ég get núna labbað marga metra. Ótrúlegur munur eftir aðeins þrjár æfingar.“

Myndirðu mæla með námskeiðinu?

„Já! 100 prósent. Frábær leið til að læra handstöðu og handstöðugöngu.

Næsta námskeið hefst 11. mars og fer fram á laugardögum. Smelltu hér til að skrá þig.