fbpx

Afreksstyrkur

Mánaðarlangt námskeið í kraftlyftingum sem hentar öllum sem vilja styrkja sig og bæta tæknina í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu. Námskeiðið hentar byrjendum og lengra komnum.

Þjálfarinn í Afreksstyrk heitir Kolfinna Þórisdóttir en hún er með mastersgráðu (MSc) í taugasálfræði, stundar doktorsnám í sálfræði ásamt því að þjálfa í Afreki. Hún hefur stundað og keppt í kraftlyftingum samhliða annarri hreyfingu síðastliðinn áratug eða svo og byrjaði að þjálfa fyrir fjórum árum síðan. 

„Aðaláherslan verður á tækni og líkamsbeitingu í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu en þessar þrjár greinar reyna á langflesta vöðvahópa og byggja upp alhliða styrk í líkamanum,“ segir Kolfinna. Hún bætir við að samhliða þessum stóru, samsettu hreyfingum verði farið í skemmtilegar styrktaræfingar sem reyna á þá fáu vöðva sem ekki eru virkir í æfingunum þremur til að stuðla að meira öryggi í kraftlyftingum.

„Ef þú vilt styrkja þig, byggja upp sjálfstraust í lyftingum og hafa gaman að því að lyfta, þá er Afreksstyrkur fyrir þig! Kraftlyftingar eru góður grunnur fyrir alla hreyfingu, auka almennan styrk og bæta frammistöðu,“ segir Kolfinna.

„Ég get lofað þér að þú átt eftir að finna fyrir bætingum í almennri hreyfingu, styrk og öryggi eftir þessar fjórar vikur.“

Korthafar í Afreki fá 50% afslátt af námskeiðsgjaldinu — hafið samband til að virkja afsláttinn. 

Verð: 19.990 kr.