fbpx

Afreksmömmur

Í júní verða sex námskeið í boði; fjögur verða þrisvar í viku og tvö tvisvar í viku. Þjálfarar í Afreksmömmum eru Hildur Karen, Valdís Bjarnadóttir, Tinna Rut Þórarinsdóttir og Díana Rut Kristinsdóttir.

Veldu námskeið sem hentar þér hér fyrir neðan.

Afreksmömmur eru tímar sem samanstanda af þol- og styrktarþjálfun þar sem sérstök áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. 

Hildur Karen Jóhannsdóttir heldur utan um Afreksmömmur. Hildur Karen er 28 ára mamma, unnusta og þjálfari. Hún hefur lært ýmislegt í gegnum tíðina, lauk t.d. BS gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2018, kláraði diplómunám á meistarasviði í sálrænum áföllum, ofbeldi og áfallamiðaðri þjónustu ári síðar, tók Crossfit Level 1 þjálfararéttindi og er sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari auk þess að vera förðunarfræðingur. 

„Svo það má segja að ég hef áhuga á mörgu en ég brenn algjörlega fyrir þjálfun kvenna á meðgöngu og nýbakaðra mæðra — sá áhugi kviknaði þegar ég gekk með dóttur okkar, Emilíu,“ segir Hildur Karen en hún spilaði handbolta í tæp 15 ár og hefur undanfarin ár æft crossfit. 

„Ég hef því alltaf verið mjög aktív og haft mikla hreyfiþörf. Ég upplifði mig svolítið týnda hvað varðaði hreyfingu sem ég „mætti“ stunda bæði þegar ég var ólétt og þegar ég var að byrja aftur að hreyfa mig eftir fæðingu. Nú hef ég sankað að mér fullt af þekkingu sem ég er svo spennt fyrir að miðla áfram til ykkar í von um að líðan ykkar eftir fæðingu verði sem allra best. Ég hlakka mikið til að kynnast ykkur Afreksmömmum og litlu krílunum ykkar sem eru að sjálfsögðu ávallt velkomin með.“

Námskeiðið er fjögurra vikna langt og stendur yfir frá 30. maí til 26. júní.

Verð: 21.990 kr. fyrir lengri námskeið
Verð: 15.490 kr. fyrir styttri námskeið