fbpx

Stefnuskrá Afreks fyrir næsta kjörtímabil

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 14. maí og þrátt fyrir að Afrek sé ekki stjórnmálaflokkur þá höfum við sett saman stutta stefnuskrá fyrir næsta kjörtímabil.

Kjósum Afrek!

Tryggjum lóðaframboð

Afrek opnaði um áramótin og útrýmdi um leið viðvarandi lóðaskorti í Skógarhlíð. Í dag er nóg af lóðum í fjölbreyttum þyngdum á svæðinu. Við komum í veg fyrir spillingu við úthlutun lóða með gagnsæu ferli sem felur í sér að iðkendur velja sjálfir þyngdir sem henta þeim.

Meiri gleði, strax!

Við viljum brúa bilið milli árangurs og skemmtunar með því að innleiða frábæra stemningu á æfingunum. Þetta hefur gengið vel og Afrek ætlar að gera enn betur á næsta kjörtímabili enda bjargföst trú okkar að fólk sem skemmtir sér vel á æfingum nái árangri.

Barnvæn líkamsræktarstöð

Afrek hefur tryggt úrræði fyrir verðandi og nýbakaðar mæður sem vilja taka börnin með á æfingar; Afreksmömmutímarnir njóta mikilla vinsælda og verða áfram í boði í sumar. Þá höfum við forgangsraðað í þágu foreldra með því að bjóða reglulega upp á stubbastund þar sem börnin taka yfir salinn og fá smá útrás.

Er ekki bara best að æfa í Afreki?