fbpx

Afrekslyftingar

Afrekslyftingar er námskeið  fyrir byrjendur og lengra komin þar sem fólk lærir tækni og mikilvæg undirstöðuatriði ólympískra lyftinga, sem skiptast í jafnhendingu (clean & jerk) og snörun (snatch). 

Daníel Þórðarson heldur utan um Afrekslyftingar. Hann hefur stundað og þjálfað ólympískar lyftingar í meira en áratug og er einn hæfasti þjálfari landsins á þessu sviði. Hann byrjaði að stunda líkamsrækt að kappi fyrir um 20 árum síðan, stundaði og þjálfaði ólympíska hnefaleika í 10 ár og þaðan lá leiðin í crossfit/functional fitness, sem hann hefur þjálfað með góðum árangri síðan. 

Daníel leggur mikla áherslu á vandaða leiðsögn og mikilvægi þess að æfingar séu skipulagðar á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. „Fyrir almennt hreysti eru ólympískar lyftingar mjög góð hreyfing vegna þess hversu fjölbreyttar og kröftugar þær eru fyrir allan helstu vöðvahópa líkamans,“ segir hann. 

Daníel bendir á að undirstöðuatriðin séu nauðsynleg vilji einstaklingar ná auknum árangri á þessu sviði — hvort sem stefnt er á bætingu á almennu hreysti eða á keppni í framtíðinni.

„Vegna þess hversu tæknilega flóknar þessar hreyfingar eru þá er mikilvægt að réttri tækni sé beitt frá byrjun og jafnt og þétt byggt ofan á þann grunn. Góð undirstaða leggur grunn að bættum árangri og minnkar líkur á meiðslum.“ 

Á námskeiðinu er farið í gegnum atriði sem gott er að tileinka sér í uppbyggingu á góðum stíl í ólympískum lyftingum. Hvað er mikilvægt að hafa í huga og hvernig er best að framkvæma æfingar til að ná árangri á skilvirkan hátt. 

Námskeiðið stendur yfir í mánuð og fer fram mánudögum og miðvikudögum frá klukkan 19.15 til 20.15. Korthafar í Afreki fá 50% afslátt af námskeiðsgjaldinu — hafið samband til að virkja afsláttinn. 

Verð: 19.990