fbpx

Vinadagur Afreks á laugardaginn!

Stemningin á laugardagsæfingunum í Afreki er einstök en nú stefnum við á að rífa þakið af húsinu!

Næsta laugardag verður vinadagur Afreks sem þýðir að við hvetjum okkar fólk til að taka einhvern sem er ekki skráður iðkandi með á æfingu. Til að gera þetta ennþá skemmtilegra þá ætlum við að draga út einn heppinn vin sem fær sumarkort í Afrek að andvirði 36.990 í verðlaun!

Það er einfalt að taka þátt: Skráðu þig á æfingu (við erum búin að opna fyrir laugardaginn í Wodify) og skráðu vininn með því að senda okkur póst á [email protected] eða skilaboð á Facebook eða Instagram.

Og til að gera þetta algjörlega bilað stuð þá sér plötusnúðurinn Elli Joð um tónlistina á æfingunum á laugardaginn og Functional Nutrition býður upp á svalandi og orkuríka drykki.

Sjáumst á laugardaginn og munum að vinur er sá er til vamms segir!