
Byrjendur
Á byrjendanámskeiðinu er farið yfir grunntæknina í æfingum með ketilbjöllur, ólympískum lyftingum, kraftlyftingum og öðrum æfingum í Afreki. Námskeiðið er part úr degi og innifalið í verðinu er einn mánuður í Afreki.
Góð tækni er mikilvæg til að ná árangri og sleppa við meiðsli. Á byrjendanámskeiðinu hjá okkur lærir þú rétta tækni sem við byggjum ofan á í Krafti og Úthaldi. Við byggjum upp góðan grunn á námskeiðinu og lærum að hreyfa okkur vel ásamt því að stilla æfingar af eftir getu.
Þegar námskeiðinu lýkur getur þú mætt í tímana okkar í Afreki en þar halda þjálfararnir okkar að sjálfsögðu áfram að leiðbeina og aðstoða við að gera æfingarnar rétt til að ná hámarksárangri.
Námskeiðin eru á sunnudögum klukkan 12.30 til 16.30.
Verð: 29.990 og fyrsti mánuðurinn í Afreki er innifalinn.