fbpx

Ný áskriftarleið fyrir fólk sem mætir ekki

Þessi frétt aprílgabb — við viljum að sjálfsögðu styrkja þig og hvetjum þig því til að mæta reglulega á æfingu! Smelltu hér til að lesa umfjöllun Vísis um aprílgöbb dagsins.

Áskriftarleið fyrir fyrir fólk sem vill eiga kort í ræktina án þess að þurfa að mæta á staðinn er nú í boði á vef Afreks. Smelltu hér til að skoða það nánar.

Áskriftarleiðin kallast Styrktaraðili og kostar það sama og hefðbundin áskrift. Stærsti munurinn er sá að styrktaraðilar hafa ekki aðgang að stöðinni en borga þrátt fyrir það fullt verð. Í kaupbæti fær styrktaraðilinn handskrifað jólakort frá þjálfurum Afreks í desember á hverju ári.

Brynjar Smári Rúnarsson, framkvæmdastjóri Afreks, segir að með þessari leið sé Afrek að svara eftirspurn sem er til staðar.

„Eitt af því sem við komumst að þegar við skoðuðum markaðinn var að stór hópur fólks á kort í ákveðna líkamsræktarstöð en notar það aldrei. Við vildum koma til móts við þennan hóp með nýjan valkost,“ segir Brynjar og bendir á að hægt sé að nota styrki frá stéttarfélögum til að greiða fyrir áskriftarleiðina.

„Frá því að við opnuðum í Skógarhlíðinni um áramótin hefur iðkendum fjölgað jafnt og þétt. Korthafarnir okkar mæta mjög vel — sumir oft í viku. Við áttuðum okkur hins vegar fljótlega á því að við værum ekki að sinna stórum hópi fólks sem mætir aldrei en vill samt eðlilega eiga kort í ræktina.“

Það var því ákveðið að útbúa sérstaka áskriftarleið fyrir fólk sem vill greiða fyrir kort í ræktina, án þess að því fylgi kvöð um að mæta á staðinn. Þannig varð styrktaraðilaleiðin til og er kynnt til sögunnar í dag.

Smelltu hér til að gerast styrktaraðili.