fbpx

Sex ástæður fyrir því að byrja að æfa í Afreki

Í dag er góður dagur til að mæta á æfingu. Hér eru sex ástæður fyrir því að byrja að æfa í Afreki.

1. Þú vilt að það sé gaman að æfa

Þetta er númer 1, 2 og 3. Skemmtilegar og krefjandi æfingar í góðum félagsskap halda okkur við efnið og þannig náum við árangri. Það á að vera gaman á æfingu og í Afreki leggjum við mikið upp úr því. Við gætum skrifað langan texta um hversu mikilvægt þetta er en við viljum miklu frekar fá þig á æfingu og leyfa þér að prófa, það kostar ekki neitt. Sendu okkur bara póst og segðu okkur hvenær þú vilt kíkja til okkar í Skógarhlíð.

2. Þú vilt vera í betra formi

Það er auðvitað best þegar nokkrar æfingar í hverri einustu viku eru hluti af lífsstílnum. Ef þú ert ekki þar en langar að vera þar er Afrek staðurinn til að taka fyrsta skrefið. Við bjóðum upp á grunnnámskeið þar sem farið er yfir tæknina í þessum helstu æfingum en svo er málið að koma sér að stað undir góðri leiðsögn í tímunum okkar. Mánuður í Afreki er innifalinn í námskeiðsgjaldinu og ef þú kaupir kort geturðu skráð þig á grunnnámskeið frítt. Kynntu þér grunnnámskeiðið hér.

3. Þú ert í góðu formi

Æfingarnar í Afreki eru krefjandi og þau sem hafa sveiflað ketilbjöllum og vippað níðþungum stöngum upp fyrir haus í mörg ár ná að keyra púlsinn vel upp hjá okkur. Svo er alltaf hægt að hlaða vel á stöngina, velja þyngstu bjölluna og taka enn fleiri endurtekningar.

4. Þú varst að eignast barn

Afreksmömmur er metnaðarfullt mánaðarlangt námskeið fyrir verðandi og nýbakaðar mæður. Námskeiðið samanstendur af þol- og styrktarþjálfun þar sem sérstök áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. Þjálfarinn Hildur Karen Jóhannsdóttir heldur utan um Afreksmömmur en hún er sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari ásamt því að vera með Crossfit Level 1 þjálfararéttindi. Smelltu hér til að lesa meira um Afreksmömmur.

5. Þú hefur lítinn tíma til að æfa

Það getur verið erfitt að finna tíma til að æfa. Þess vegna býður Afrek upp á 40 mínútna langar æfingar í morgnana og í hádeginu. Iðkendur geta því miðað við að komast á æfingu og aftur heim eða í vinnu á klukkutíma. Sturtan þarf vissulega að vera stutt en við tókum tímann og þetta er hægt!

6. Þú vilt prófa eitthvað nýtt

Afrek opnaði um síðustu áramót og við erum ennþá að leggja lokahönd á húsnæðið okkar í Skógarhlíð. Fljótlega opnum við milliloft þar sem iðkendur geta slakað á eftir æfingar og við eigum líka eftir að bæta við búnaði og æfingum á næstu vikum. Smelltu hér til að skoða kortin sem eru í boði.