fbpx

Vatns- og vindheld heimaæfing í rauðri veðurviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og Suðurland milli fjögur og átta á mánudag. Æfingar í Afreki í fyrramálið falla því niður.

Við bendum iðkendum okkar á að fylgjast með inni í hópnum okkar á Facebook, þar sem við birtum tilkynningar ef við þurfum að fella niður fleiri æfingar vegna óveðursins.

Hér fyrir neðan má finna æfingu fyrir þau sem verða innilokuð í veðurofsanum í fyrramálið. Þú þarft engan búnað, vinnur bara með eigin líkamsþyngd og ef heimsfaraldurinn hefur kennt okkur eitthvað, þá er það að bjarga okkur heima.

Og æfingin kallast: Rauð viðvörun 🛑

Æfingin í hverri umferð er framkvæmd 12 sinnum (nema þar sem eru tvær æfingar í umferð, þar er hvor æfing framkvæmd sex sinnum). Vinnutíminn er tíu sekúndur og svo tíu sekúndur í hvíld, samtals 24 sinnum í hverri umferð og svo hvílirðu í mínútu milli umferða.

Eða á fagmálinu:

12x 10 Sec on, 10 Sec off on each station (Þú vinnur í 10 sek og hvílir svo 10 sek – 12 hringir eða 24 umferðir í heildina á hverri stöð). 1 Min rest between stations. Alternate between excercises where noted.

  1. Skater Jump
  2. Push Up
  3. Calf Raises
  4. Air Squat
  5. Hollow Hold vs. Arch Hold
  6. Horse Stance vs. Inchworm
  7. Burpee’s or Sprawl

Og ef þig vantar tónlist, þá eru hérna óskalög sem iðkendur Afreks báðu um fyrir æfingarnar á laugardaginn.