Árið fer frábærlega af stað í Afreki
Afrek er líkamsræktarstöð í Skógarhlíð sem býður upp á krefjandi hópatíma í stemningu sem er engri lík.
Þrátt fyrir mikið framboð af tímum höfum við séð fleiri iðkendur á biðlistum en við kærum okkur um og höfum við brugðist við með því að fjölga plássum í tímum. Nýjum iðkendum hefur hins vegar fjölgað það mikið að nú höfum við ákveðið að tryggja einstaka upplifun iðkenda okkar og loka tímabundið á nýskráningar.
Það er því uppselt í Afrek í bili. Áhugasöm geta skráð sig á biðlista og við höfum samband þegar svigrúm til að bæta við iðkendum myndast. Athugið að þetta á eingöngu við um nýskráningar — iðkendur okkar geta að sjálfsögðu endurnýjað kort sem renna út. Þá gildir þetta ekki um Afreksmömmur, Afrekskonur eða önnur sérnámskeið sem við bókum mánaðarlega.