fbpx

Uppselt í Afrek

Afrek varð tveggja ára um áramótin og viðtökurnar hafa verið vonum framar.

Árið fer frábærlega af stað í Afreki

Afrek er líkamsræktarstöð í Skógarhlíð sem býður upp á krefjandi hópatíma í stemningu sem er engri lík.

Þrátt fyrir mikið framboð af tímum höfum við séð fleiri iðkendur á biðlistum en við kærum okkur um og höfum við brugðist við með því að fjölga plássum í tímum. Nýjum iðkendum hefur hins vegar fjölgað það mikið að nú höfum við ákveðið að tryggja einstaka upplifun iðkenda okkar og loka tímabundið á nýskráningar.

Það er því uppselt í Afrek í bili. Áhugasöm geta skráð sig á biðlista og við höfum samband þegar svigrúm til að bæta við iðkendum myndast. Athugið að þetta á eingöngu við um nýskráningar — iðkendur okkar geta að sjálfsögðu endurnýjað kort sem renna út. Þá gildir þetta ekki um Afreksmömmur, Afrekskonur eða önnur sérnámskeið sem við bókum mánaðarlega.

Að mæta á æfingu á að vera gaman

Markviss þjálfun í hvetjandi félagsskap heldur okkur við efnið og þannig náum við árangri — hvort sem markmiðið er að líða betur, auka úthald og styrk eða bara líta betur út.

Þú mætir og Afrek útvegar aðstöðu, þjálfun og síðast en alls ekki síst: Góða stemningu. Á æfingunum höfum við yfirsýn til að leiðbeina, gefa góð ráð og hvetja áfram. Við vitum líka að þarfir fólks eru misjafnar og þess vegna geta öll stillt æfingarnar eftir eigin getu; hvort sem það þarf að létta eða þyngja, fara hægar eða hraðar.

Afrek er líkamsræktarstöð stofnuð af fólki sem kynntist á æfingu og hefur æft saman síðan. Góð heilsa er eilífðarverkefni og árangurinn þinn skiptir okkur máli. 

Vinsælu námskeiðin eru að sjálfsögðu í boði

Við höfum eingöngu lokað á nýskráningar í almenna tíma — þau sem æfa hjá okkur geta að sjálfsögðu endurnýjað kort sem renna út. Þá gildir þetta ekki um sérnámskeið sem við bókum mánaðarlega.

Afreksmömmur

Afreksmömmur er sérnámskeið með þol- og styrktarþjálfun þar sem sérstök áhersla er lögð á þá líkamshluta sem barnsburður og fæðing hefur hvað mest áhrif á. 

Afrekskonur

Mánaðarlangt sérnámskeið í kraftlyftingum fyrir allar konur sem vilja vera sterkari. Farið er yfir grunnatriði og hreyfingar í hnébeygju, réttstöðulyftu og bekkpressu.

Afreksborgarar 60+

Sérnámskeið fyrir reynslumeiri borgara landsins á besta aldri þar sem sérstök áhersla er lögð styrk, liðleika og úthald sem gagnast í daglegu lífi.

Aðstaðan okkar í Skógarhlíð

Stóri salurinn

Fyrir hópatíma og námskeið

Litli salurinn

Fyrir fámennari tíma og þau sem æfa sjálf

Setustofan

Fyrir börn sem geta séð um sig sjálf og iðkendur sem vilja slaka á

Pacman

Fyrir iðkendur sem geta ekki beðið eftir að tíminn byrji

Takk fyrir stórkostlegar viðtökur!

Við þökkum kærlega fyrir okkur og höldum áfram að bjóða upp á krefjandi og skemmtilegar æfingar í frábærri stemningu. Skráðu þig á biðlista og við höfum samband þegar svigrúm til að bæta við iðkendum myndast.