fbpx

Sveigjanlegt sumarkort

Sumarkort Afreks gildir í tvo mánuði en er sérstakt að því leyti að þú ræður hvenær þú nýtir það á tímabilinu 15. maí til 31. ágúst. 

Kortið virkjast þegar þú mætir á fyrstu æfinguna og ef þú ert til dæmis á leiðinni í frí út á land eða út fyrir landsteinana þá geturðu fryst kortið og byrjað að nota það þegar þú snýrð aftur.

Þannig nýtist kortið best og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að greiða fyrir aðild á meðan þú gistir í tjaldi í Skaftafelli eða flatmagar í sólríkum almenningsgarði á meginlandinu.

Sveigjanlega sumarkortið kostar 36.990 krónur. Sjáumst á æfingu í sumar!