fbpx

Fyrsta Afrekið er að mæta!

Afrekin okkar eru misjöfn. Þau eru lítil og stór en fyrst og fremst persónubundin — afrek fyrir einn er ekki það sama og afrek fyrir annan. 

Fyrir utan öll daglegu afrekin; að ala upp börnin okkar, standa okkur í vinnunni og lífinu almennt þá er afrek að huga að heilsunni. Það er afrek að mæta á æfingu þegar maður hefur varla tíma eða ef maður hreinlega nennir ekki. En það er líka afrek að setja persónulegt met í hnébeygju, hvort sem bætingin er eitt kíló eða tuttugu. Upphífingar með mjórri teygju en síðast, fimm armbeygjur, tíu armbeygjur, muscle up, 100 í bekk, heil æfing án þess að stoppa. Allt saman afrek. 

Taktu þátt í leiknum okkar og þú getur unnið árskort í Afrek, 100 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair!

Hvernig tek ég þátt?

1. Í fyrsta lagi þarftu að vera iðkandi í Afreki til að taka þátt.
2. Taktu mynd af þér í Afreki og skrifaði um afrekið þitt.
3. Birtu myndina á Instagram og láttu myllumerkið #mittafrek fylgja með.

Sérstök dómnefnd velur mynd sem verðskuldar árskort í Afrek og svo drögum við út nokkur heppin sem geta unnið 100 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair eða einn af aukavinningunum.

Krefjandi hópatímar í frábærri stemningu

Afrek er líkamsræktarstöð í Skógarhlíð sem býður upp á krefjandi hópatíma í stemningu sem er engri lík. Nýjum iðkendum fjölgaði hratt í byrjun árs og til að tryggja einstaka upplifun iðkenda okkar og lokuðum við tímabundið á nýskráningar. 

Það er því uppselt í Afrek í bili. Áhugasöm geta skráð sig á biðlista og við höfum samband þegar svigrúm til að bæta við iðkendum myndast. 

Smá erfitt að velja #mittafrek - það eru eiginlega afrek í hverri viku. En það sem mér finnst skemmtilegast er að hafa lært að standa á höndum. Kunni það aldrei, ekki einu sinni sem barn. Shoutout á 7 klúbbinn fyrir að vera með handstöðuáskorun á hverjum degi í janúar, það hjálpaði 🤸‍♀️🤸‍♀️

Smá erfitt að velja #mittafrek - það eru eiginlega afrek í hverri viku. En það sem mér finnst skemmtilegast er að hafa lært að standa á höndum. Kunni það aldrei, ekki einu sinni sem barn. Shoutout á 7 klúbbinn fyrir að vera með handstöðuáskorun á hverjum degi í janúar, það hjálpaði 🤸‍♀️🤸‍♀️ ...

39 3
Heimaæfing - næstbest á eftir því að mæta #mittafrek

Þetta video er svona director's cut - með hugleiðingum Írisar

Heimaæfing - næstbest á eftir því að mæta #mittafrek

Þetta video er svona director`s cut - með hugleiðingum Írisar
...

9 1
#mittafrek er að vera komin á þann stað andlega að láta ekkert stoppa mig í því að ná inn minni æfingu. Áður voru afsakanirnar einhvernveginn alltaf á reiðum höndum en núna vinn ég í lausnum. Ég set mig í forgang svo ég geti verið til staðar fyrir öll hin. Litli maðurinn er veikur heima í dag og aðstæður þannig að ég mun ekki geta mætt í Skógarhlíðina. Þakklát fyrir skúraðstöðuna mína sem gerir mér kleift að taka æfingu dagsins heima 💯

#mittafrek er að vera komin á þann stað andlega að láta ekkert stoppa mig í því að ná inn minni æfingu. Áður voru afsakanirnar einhvernveginn alltaf á reiðum höndum en núna vinn ég í lausnum. Ég set mig í forgang svo ég geti verið til staðar fyrir öll hin. Litli maðurinn er veikur heima í dag og aðstæður þannig að ég mun ekki geta mætt í Skógarhlíðina. Þakklát fyrir skúraðstöðuna mína sem gerir mér kleift að taka æfingu dagsins heima 💯 ...

7 0
Afrekið mitt í morgun var að skutlast úr Skógarhlíð og í vinnuna án þess að sulla #mittafrek

Afrekið mitt í morgun var að skutlast úr Skógarhlíð og í vinnuna án þess að sulla #mittafrek ...

21 5
Technical drills í afrek.fitness 🏋️‍♀️

Ég hef í gegnum tíðina verið ansi hrædd við að lyfta þungt og oftast tekið “léttara” en ég get…en með hjálp frábærra þjálfara í Afrek er ég orðin nokkuð örugg í tækninni (þó fullt megi bæta) og held að mér sé óhætt að byrja þyngja aðeins og byggja upp meiri styrk🏋️‍♀️🎉

Shout-out á coachdanson og hinrikvalur 👏👌🏋️‍♀️

 #mittafrek

Technical drills í afrek.fitness 🏋️‍♀️

Ég hef í gegnum tíðina verið ansi hrædd við að lyfta þungt og oftast tekið “léttara” en ég get…en með hjálp frábærra þjálfara í Afrek er ég orðin nokkuð örugg í tækninni (þó fullt megi bæta) og held að mér sé óhætt að byrja þyngja aðeins og byggja upp meiri styrk🏋️‍♀️🎉

Shout-out á coachdanson og hinrikvalur 👏👌🏋️‍♀️

#mittafrek
...

80 29
This error message is only visible to WordPress admins
Error: Invalid Feed ID.