Ég hef aldrei nennt að hreyfa mig. Mér finnst það leiðinlegt, tímafrekt og var ég búin að segja leiðinlegt? En vitið þið hvað er ekki leiðinlegt? Að vera sterk. Á síðustu árum hef ég prófað alls konar, fjarþjálfun, sterkar stelpur námskeið, Mjölni – en hætti alltaf að mæta og verð hinn fullkomni silent partner, borga bara en mæti aldrei. Annað hvort afþví að ég fílaði ekki stemmninguna, áherslurnar eða bara afþví að það var ekki nógu gaman (og ég löt, má ekki gleyma).
Síðstu tvö ár hef ég mætt í afrek.fitness. Æfði mikið til að byrja með, stundum aðeins minna, en alltaf mætt aftur! Kraftlyftingar hjá arnhilduranna er síðan það besta sem hefur komið fyrir mig. Adda er best og mesti peppari sem ég veit um. Hún hefur náð að skapa hóp þar sem alls konar konur koma saman, lyfta og peppa. Ég hefði aldrei, nei sko ALDREI, trúað því að mér þætti gaman að mæta á æfingu. Að ég myndi velja æfingu fram yfir aðra hluti – Kemur í ljós að ég hata ekkert að hreyfa mig, hata bara að gera oft og hratt, ég vil bara gera hægt og þungt! Ég er orðin miklu sterkari (ekki alveg sterkust, en bíðið bara) og er orðin svona full kit wanker týpa með belti & lyftingaskó, drekk pre workout og segi öllum sem vilja alls ekki vita að ég taki næstum því 2x eigin líkamsþyngd í deadlift. Trúið mér ég er mest hissa sjálf.
Í Afrek er bara svo góður andi! Ég meina hver mætir á árshátíð hjá líkamsræktarstöðinni sinni nema afþví að það eru allir svo frábærir?
Hér eru síðustu tvo ár, fyrsta selfie-myndin og nýjasta frá því í gærkvöldi. Svo náði ég fokking loksins að taka 50kg í bekk í gær. #mittafrek
Áfram afrek.fitness, áfram arnhilduranna og áfram instagram leikir 😅