fbpx

Mikilvægt að mæður gefi sér tíma fyr­ir sjálfa sig

„Mér finnst skipta ótrú­lega miklu máli að mæður gefi sér tíma fyr­ir sjálfa sig,“ sagði Hildur Karen Jóhannsdóttir, sem sér um Afreksmömmur í Afreki, í viðtali á mbl.is um síðustu helgi.

Afreksmömmur hafa farið mjög vel af stað en námskeiðið hófst þegar Afrek opnaði í Skógarhlíð í byrjun árs. Mjög góð mæting var á fyrsta námskeiðið og aðsóknin er þegar orðin svo mikil í febrúar að búið er að bæta við öðru námskeiði. Það verða því tvö námskeið í febrúar; klukkan tíu og 13.30 alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Uppselt er á morgunnámskeiðið í febrúar og það eru þegar nokkur pláss laus á eftir hádegi. Þá er skráning einnig hafin á námskeiðið í mars og apríl.

Þjálfarinn Hildur Karen er 26 ára mamma, unnusta og sérhæfður meðgöngu- og mömmuþjálfari. Hún hefur lært ýmislegt annað í gegnum tíðina, lauk t.d. BS gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2018, kláraði diplómunám á meistarasviði í sálrænum áföllum, ofbeldi og áfallamiðaðri þjónustu ári síðar, tók Crossfit Level 1 þjálfararéttindi auk þess að vera förðunarfræðingur.

Í viðtalinu á mbl.is sagði Hildur Karen að kosturinn við mömm­u­nám­skeið væri að þangað geti kon­ur komið og æft með öðrum kon­um sem eru að ganga í svipaða lífs­reynslu og þær.

„Það mynd­ast skemmti­leg stemn­ing og það er svo gam­an að deila sinni reynslu með öðrum og fá að heyra hvernig reynsla annarra er. Það er einnig mik­ill og mik­il­væg­ur kost­ur að æfa und­ir leiðsögn þjálf­ara sem býður upp á sér­hæfðar æf­ing­ar fyr­ir þenn­an hóp og að sjálf­sögðu að geta tekið kríl­in með sér á æf­ingu,“ sagði hún á mbl.is.

Hildur Karen segir að æfingarnar henti bæði þeim sem eru langt komnar og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. „All­ar meðgöng­ur og fæðing­ar eru mismun­andi og bat­inn sömu­leiðis. Því finnst mér mik­il­vægt að mömm­u­nám­skeið bjóði upp á æf­ing­ar í sam­ræmi við lík­am­lega getu hverr­ar og einn­ar hverju sinni.“

Smelltu hér til að kynna þér Afreksmömmur betur.