fbpx

Kraftur & úthald

Kraftur & úthald eru fjölbreyttir hópatímar þar sem við gerum krefjandi æfingar með ketilbjöllum, eigin líkamsþyngd, róðrarvélum og hjólum ásamt lyftingum með stöng. 

Hressandi hópatímar með frábærum þjálfurum sem auka styrk, þol og liðleika. Við bjóðum upp á allt að tíu tíma á dag þannig að flest ættu að komast á tíma sem hentar þeim. 40 mínútna tímar eru í boði virka morgna og í hádeginu ásamt sérstökum styrktartímum á mánudögum og miðvikudögum. 

Að mæta á æfingu á að vera gaman og stemningin í Afreki er einstök. Við erum stolt af því sem iðkendur okkar segja um tímana okkar og okkur fannst sérstaklega gaman að lesa þetta frá henni Brynhildi, á fyrsta afmælinu okkar:

„Loksins finnst mér gaman að æfa aftur!“

Afrek er líkamsræktarstöð stofnuð af fólki sem kynntist á æfingu og hefur æft saman síðan. Góð heilsa er eilífðarverkefni og árangurinn þinn skiptir okkur máli.

Fyrsta Afrekið er að mæta og það kostar ekkert að prófa! Smelltu hér til að senda okkur póst ef þú vilt mæta á prufuæfingu.