Jæja, gott fólk. Þá er loksins komið að þessu. Starfsemi Afreks hefst samkvæmt stundaskrá í mánudaginn 3. janúar klukkan 6 🙏
Þau sem ætla að kaupa áskrift geta mætt til okkar á æfingu í Skógarhlíð 10 og skráð sig á staðnum. Áskriftin kostar 13.990 krónur á mánuði. Við erum enn að keyra öll kerfin í gang og mjög fljótlega fer þessi skráning einnig fram á vefnum okkar.
Í fyrstu ætlum við að keyra prógrömmin okkar í einum og sama tímanum sem kallast einfaldlega: Kraftur & úthald. Tímarnir verða því mjög fjölbreyttir og fyrirkomulagið gefur okkur svigrúm til að koma okkur af stað áður en við byrjum með tvo ólíka tíma á dag. Þetta gefur ykkur líka tækifæri til að kynnast því sem tímarnir munu bjóða upp á áður en þið fáið tækifæri til að velja á milli Krafts og Úthalds.
Vegna sóttvarnarregla getum við aðeins tekið á móti 19 manns í einu í tíma en við fylgjumst vel með skráningum og bætum við tímum ef þörf er á.
Það er ýmislegt óklárað hjá okkur í Skógarhlíðinni. Við eigum til dæmis eftir að leggja lokahönd á afgreiðsluna og klefana, þó sturturnar séu að sjálfsögðu tilbúnar. Við hlökkum líka til að opna upp á milliloft þar sem þið getið slakað á eftir æfingar mjög fljótlega.
Það sem skiptir mestu máli er að salurinn okkar er frábær og við hlökkum til að sjá ykkur taka duglega á því þar!