„Við erum hér fyrir hvert annað“

Einar Hansberg ætlar að framkvæma röð krefjandi æfinga, sem inniheldur 2.000 metra á þrekhjóli, 1.000 metra á róðravél, 500 metra á skíðavél ásamt upphífingum. samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Þetta gerir hann til að vekja athygli á sjálfsvígstíðni og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna.

„Við erum að vekja athygli á mjög mikilvægu málefni,“ segir Einar. „Það er óþægilegt að ræða þessi mál en við þurfum að geta gert það. Fólk á ekki að þurfa að þjást í skugganum — við erum hér fyrir hvert annað.“

Einar stefnir á að klára átakið síðdegis laugardaginn 16. nóvember. 
Fólk er velkomið í Afrek, Skógarhlíð 10, að taka umferð eða umferðir með Einari.

Eftirspurnin eftir þjónustu Píeta samtakanna hefur aukist mikið að undanförnu en hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Símanúmerið er 552-2218. Reynslumikið fagfólk og ráðgjafar veita öllum þeim sem hringja ráðgjöf, bóka í viðtal eða vísa í önnur úrræði, sé þess þörf.
 

Þeim sem vilja styrkja Píeta samtökin er bent á styrktarsíðuna: pieta.is/styrkja-samtokin/. Einnig er hægt að leggja beint inn á samtökin: Kt. 410416-0690 – Reikn nr. 0301-26-041041 eða í gegnum AUR appið en notendanafnið er einfaldlega: @Pieta

Hjálparsími Píeta er opinn allan sólarhringinn í síma 552-2218. Við bendum einnig á Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112

This error message is only visible to WordPress admins
Error: There are no business accounts connected.