Svona virka Afreksmömmur
- Þremur dögum áður en Afreksmömmur fara af stað berst nýskráðum mömmum póstur milli klukkan 21 og 23 með aðgangi í Wodify-appið. Appið er notað til að taka frá pláss í tímum. Þær sem hafa notað Wodify í annarri stöð þurfa líklega að fara í stillingar í appinu og breyta úr gamla aðgangnum yfir í Afrek.
- Hægt er að mæta allt að þrisvar í viku en 18 tímar eru í boði í hverri viku. Aðsóknin í morguntímana er meiri en í tímana eftir hádegi og stundum myndast biðlistar. Ef það stendur ekki til að nýta pláss sem hefur verið tekið frá er því mikilvægt að afskrá sig í appinu með að minnsta kosti 45 mínútna fyrirvara til að hleypa öðrum mömmum að.
- Hægt er að skrá sig í tíma með tæplega tveggja daga fyrirvara en skráning hefst klukkan 21 á kvöldin. Á mánudögum klukkan 21 hefst skráning í alla tíma miðvikudagsins og koll af kolli.
- Við mætingu æfingu þarf að skrá sig inn í tímann sem tekinn var frá. Það er mikilvægt svo við getum haldið betur utan um mætinguna í Afreksmömmur. Ekki er hægt að skrá sig inn í tíma og skrá sig á biðlista í annan tíma samdægurs.