fbpx

Afrek á lista Vogue yfir hágæða gym í Reykjavík

Afrek er á lista tímaritsins Vogue í Skandinvíu yfir bestu hágæða líkamsræktarstöðvarnar í Reykjavík. Listinn er birtur á vef tímaritsins.

„Ef þú varst að velta því fyrir þér, þá þýðir hagnýt þjálfun að þjálfa líkamann fyrir athafnir daglegs lífs og Afrek gerir það með stæl,“ segir í umfjölluninni.

Blaðamaðurinn Julia Oravisto tók listann saman en hún segir að líkamsræktarsenan í Reykjavík sé upplifun útaf fyrir sig. „Við erum búin að finna til líkamsræktarstöðvarnar sem þú þarft að vita af í Reykjavík til að svitna almennilega,“ segir hún í inngangi greinarinnar.

Í umfjöllun sinni um Afrek fer hún í stuttu máli yfir hönnunina á húsnæði Afreks og hvernig það kom til að átta fjölskyldur tóku sig saman og stofnuðu líkamsræktarstöð. „Í Afreki er gleði og skemmtun blandað saman við alvöru þjálfun,“ segir hún og það er hárrétt hjá henni.

Julia bendir einnig á að milliloftið í Afreki verði fljótlega tilbúið en þar munu iðkendur geta slakað á eftir æfingar, teygt á og jafnvel æft handstöðuna.

Smelltu hér til að skoða umfjöllunina á vef Vogue Scandinavia.