fbpx

Afreksunglingar

Námskeiðið er fyrir alla unglinga á aldrinum 13 til 16 ára. Farið er í úthalds- og styrktaræfingar í bland við æfingar sem auka hreyfigetu og liðleika. Sérstök áhersla er lögð á ungmennin geri æfingarnar vel og læri að hreyfa sig rétt til að forðast meiðsli og auka árangur. 

Svo viljum við að sjálfsögðu að þau skemmti sér vel.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem finna sig ekki í hefðbundnum hópíþróttum og þeim sem stunda t.d. boltaíþróttir en vilja bæta styrk og snerpu.

Æfingarnar eru þrisvar í viku; á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum milli klukkan 15 og 16. 

Næsta námskeið hefst í maí og stendur yfir í mánuð. Sendið okkur póst á [email protected] og bókið prufutíma.

Verð: 17.990 kr.