fbpx

Persónuverndarstefna

Persónuverndarstefna Afreks ehf. 

Persónuverndarstefna þessi skýrir hvernig Afrek ehf. kt. 500215-1860, Ásgarði 75, 108 Reykjavík, fer með persónuupplýsingar þínar. 

1.Um hvern?

Afrek leggur ríka áherslu á persónuvernd viðskiptavina sinna og þeirra sem eiga samskipti við Afrek í þeim tilgangi að standa vörð um mannréttindi og friðhelgi einkalífs þeirra. Í persónuverndarstefnu þessari getur þú meðal annars lesið um hvaða upplýsingum Afrek safnar um þig, hvernig þær eru notaðar, hvernig öryggi upplýsinganna er tryggt og hvaða réttindi persónuverndarlög fela þér. 

Stefnan nær til vinnslu persónuupplýsinga í allri starfsemi Afreks og allra einstaklinga sem eru í viðskiptum meðal annars fyrrverandi, núverandi og verðandi viðskiptavina Afreks, aðila sem eru tengdir viðskiptavini (t.d. fjölskyldumeðlimir). Stefnan nær einnig til annarra einstaklinga en viðskiptavina, til dæmis þeirra sem eiga samskipti við Afrek, heimsækja Afrek eða vefsvæði Afreks eða taka þátt í viðburðum á vegum Afreks. 

Markmið persónunverndarstefnunnar er að taka saman yfirlit yfir þær persónuupplýsingar sem Afrek vinnur ásamt því að upplýsa viðskiptavini, starfsfólk og aðra um hvernig Afrek safnar og fer með persónuupplýsingar í þeim tilgangi að fylgja lögum og reglum. 

2. Um hvað?

Afrek safnar persónuupplýsingum um þig til þess að geta veitt þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir. Dæmi um persónuupplýsingar sem þú afhendir Afreki eru: 

  • Grunnupplýsingar: nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer, netfang.
  • Fjárhagsupplýsingar: Í einhverjum tilvikum kann að vera að þú gefir okkur upplýsingar um reikningsnúmer greiðslureiknings í þeim tilgangi að innheimta æfingagjöld eða námskeiðsgjöld.
  • Samskipta- og samningsupplýsingar: öll samskipti þín við Afrek sem m.a. fara fram með tölvupósti, netspjalli, skriflega, munnlega eða á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis vinnur Afrek allar upplýsingar sem leiða af eða eru afhentar í tengslum við samninga milli þín og Afrekst.d. um einstaka námskeið eða þjónustu. 
  • Upplýsingar sem safnast við rafræna vöktun: hljóð- og myndbandsupptökur sem kann að vera safnað er með eftirlitsmyndavélum á starfsstöðvum Afreks.
  • Opinberar upplýsingar: úr opinberum skrám t.d. Þjóðskrá, Facebook, Instagram, Snapchat eða öðrum samfélagsmiðlum.

 

3. Af hverju?

Afrek vinnur persónuupplýsingar í skýrum og yfirlýstum tilgangi í samræmi við persónuverndarlög, skilmála Afreks og stefnu þessa. Tilgangur þess að Afrek vinnur persónuupplýsingar er margvíslegur meðal annars svo unnt sé að: 

  • Hafa samband við þig og þekkja þig. Afrek notar ýmsar leiðir til að hafa samband við þig t.d. með sendingu tölvupósta, tilkynninga og skilaboða í gegnum Wodify og í gegnum samfélagsmiðla. Við þurfum líka að þekkja þig þegar þú mætir. 
  • Veita umbeðna þjónustu, stofna og viðhalda viðskiptasambandi,
  • Þróa vöru- og þjónustuframboð Afreks, efla nýsköpun og þjónustustig, bjóða þér persónubundna þjónustu, bregðast við ábendingum eða kvörtunum. 
  • Reka og viðhalda vefsvæðum og vefþjónustu Afreks og bæta notendaupplifun á vefnum, í Wodify og á samfélagsmiðlum. 
  • Stunda markaðs- og kynningarstarf, senda þér skilaboð um fríðindi og efni sem kunna að vekja áhuga þinn eða þú hefur óskað eftir. Vakin er athygli á ljós og myndbandsupptökum sem fara fram í Afrek á vegum Afreks, á ráðstefnum, kynningum og annars konar viðburðum hjá Afreki sem eftir atvikum birtast opinberlega á vefsvæðum Afreks þ.m.t. samfélagsmiðlum. 

 

4.Varðveisla upplýsinga

Söfnun og önnur vinnsla persónuupplýsinga um þig hjá Afreki grundvallast að mestu leiti á samningi milli þín og Afreks um þjónustu svo hægt sé að veita þá þjónustu sem þú óskar eftir. 

Í ákveðnum tilvikum óskar Afrek eftir upplýstu samþykki þínu fyrir vinnslu persónuupplýsinga. Í þeim tilvikum getur þú hvenær sem er dregið veitt samþykki til baka og er þá þeirri vinnslu sem samþykkið nær til hætt. Loks geta upplýsingar þínar verið unnar því Afrek, þú sjálfur eða þriðji aðili hefur lögmæta hagsmuni af því að upplýsingar séu unnar. Slík vinnsla fer ekki fram ef ljóst er að hagsmunir þínir vega þyngra en hagsmunir Afreks eða þriðja aðila af því að vinnslan fari fram. Eftirfarandi vinnsluaðgerðir fara fram á grundvelli lögmætra hagsmuna: vinnsla grunnupplýsinga úr þjóðskrá og í þágu markaðssetningar m.a. með markaðs- og markhópagreiningu.

5. Hvaðan koma upplýsingarnar og hvert fara þær?

Framangreindar persónuupplýsingar sem Afrek býr yfir berast yfirleitt beint frá þér þegar þú stofnar til viðskipta eða hefur samband við Afrek, t.d. með tölvupósti eða á samskiptamiðlum. Utanaðkomandi aðilum er óheimilt að afhenda Afreki upplýsingar um þig nema að hafa til þess heimild. Í vissum tilvikum er Afreki skylt að afhenda persónuupplýsingar til löggæsluyfirvalda eða annarra eftirlitsaðila á grundvelli lagaskyldu. Afreki er umhugað um að tryggja mannréttindi viðskiptavina sinna, þ.m.t. rétt til friðhelgi einkalífs og persónuverndar, og afhendir ekki umfangsmeiri upplýsingar en eru nauðsynlegar hverju sinni og einungis ef fyrir liggur skýr heimild til afhendingarinnar. Afrek kann að miðla upplýsingum til stéttarfélags, vinnuveitanda eða annars aðila sem fara fram á staðfestingu aðildar eða skráningu námskeiðis. Upplýsingarnar eru veittar í samræmi við fyrirliggjandi samning milli þín og viðkomandi aðila. Ef Afrek notast við þjónustu verktaka sem þurfa starfs síns vegna að fá upplýsingar um þig tryggir Afrek að viðkomandi aðilar noti upplýsingar um þig aðeins í þeim eina tilgangi og ekki í öðrum ósamrýmanlegum tilgangi. Afrek tryggir að verktakar haldi trúnaði um upplýsingar um þig og að upplýsingunum sé skilað til okkar eða eytt þegar verktakar hafa ekki lengur þörf fyrir þær. 

Afrek kann jafnframt að miðla upplýsingum um þig í þeim tilgangi að taka til varna vegna krafna sem settar hafa verið fram og til að gæta hagsmuna, verja eigu eða önnur réttindi Afreks, viðskiptavina Afreks, starfsmanna eða almannahagsmuna. Slík notkun persónuupplýsinga kann að eiga sér stað til að varna svikum eða við rannsókn á brotum. 

6. Geymt eða gleymt?

Upplýsingar um aðgang þinn að Afreki er skráð hjá Afreki. Þessar upplýsingar eru ekki nýttar í neinum öðrum tilgangi en til öryggis og til að tryggja hagsmuni Afreks vegna aðgangs og notkunar á þjónustu Afreks. 

Notkunarupplýsingar þínar eru geymdar í að hámarki 6 mánuði. Notkunarupplýsingar eru ekki hagnýttar til markaðssetningar eða annarra samskipta. Upplýsingum um notkun er ekki miðlað til annarra aðila en tilgreindir eru í kafla 5. Þú getur hvenær sem er óskað eftir því að notkunarsögu þinni sé eytt. Til þess að óska eftir eyðingu þarftu að mæta í Afrek með persónuskilríki og óska eftir að aðgerð sé framkvæmd. 

Upplýsingar um samninga og námskeið eru geymdar í að hámarki 2 ár eftir að samningi eða námskeiði lýkur. Afrek geymir þessar upplýsingar í þeim tilgangi að gera þér kleift að fá endurgreðislukvittanir og upplýsingar um eigin samninga og aðildir. Afrek nýtir upplýsingar um samninga og námskeið ekki í neinum tilgangi. 

7. Breyttar upplýsingar?

Þú hefur rétt á því að ákveða hvernig Afrek fer með persónuupplýsingar þínar. Þú getur upplýst Afrek um þá ákvörðun þína með ýmsum hætti. Ákvörðun þín um að vilja ekki að persónuupplýsingar þínar séu notaðar mun ekki hafa áhrif á þjónustu þína hjá Afreki. 

Afrek sendir þér ekki markpóst eða sms skilaboð nema þú hafir veitt Afreki heimild til þess fyrirfram. Ef þú kýst að veita slíkt samþykki, afturkalla það eða uppfærða upplýsingar um þig eða vilt nánari upplýsingar um persónuverndarstefnu Afreks getur þú sent okkur tölvupóst á personuvernd@afrek.fitness.

8. Hjálp?

Ef þú hefur spurningar í tengslum við persónuverndarstefnuna eða vantar aðra aðstoð getur þú sent tölvupóst á personuvernd@afrek.fitness. 

9. Breytingar á persónuverndarstefnu

Afrek áskilur sér rétt til að breyta persónuverndarstefnu þessari hvenær sem er. Afrek mun upplýsa þig um slíkar breytingar með tilvísun til dagsetningar gildistíma stefnunnar efst á síðunni. Það er mikilvægt að þú kynnir þér ítarlega efni persónuverndarstefnu Afreks þannig að þú sért upplýst/ur um það hvernig Afrek notar persónuupplýsingar um þig. 

Verði gerðar efnislegar breytingar á persónuverndarstefnu þessari sem breyta því hvernig við notum upplýsingar um þig og ef þær breytingar fara ekki saman við þann tilgang sem lýst er í stefnu þessari mun Afrek upplýsa um slíkar breytingar með fyrirvara áður en þær taka gildi.