fbpx

Afrekspabbar

Afrekspabbar eru sérstakir tímar fyrir nýbakaða feður, t.d. í orlofi, sem vilja eiga möguleika á að taka litlu krílin með sér á æfingar í góðum félagsskap með öðrum pöbbum. 

Þó æfingarnar séu krefjandi er áherslan frábrugðin því sem gengur og gerist í hefðbundnum tímum í Afreki; lætin eru minni og þung lóð eru ekki á fleygiferð um salinn. En við lofum engu að síður fjölbreyttum, krefjandi og umfram allt skemmtilegum æfingum í góðum félagsskap.

Skemmtileg stemning hefur skapast í Afreksmömmutímunum okkar, sem njóta mikilla vinsælda. Nú er komið að því að svara ákalli frá pöbbum sem vilja kíkja við með barnavagninn eða bílstólinn, taka góða æfingu og spjalla svo um föðurhlutverkið við aðra pabba.

Hægt er að geyma barnavagnana fyrir utan en það er líka nóg pláss fyrir þá innandyra.

Námskeiðið er ekki í boði sem stendur.

Verð: 13.990 kr.