fbpx

Afreksfimi

Valgerður snýr aftur með endurbætta Afreksfimi í apríl. Afreksfimi er handstöðunámskeið þar sem farið er vel yfir undirstöðuatriði fyrir handstöðu og að ganga á höndum. 

Námskeiðið er fyrir öll, líka fyrir þau sem kunna ekki handstöðu og langar að læra. Það er mikil lagt upp úr core-styrk og líkamsvitund í öllum hreyfingum

Valgerður Sigfinnsdóttir heldur utan um Afreksfimi. Hún hefur þjálfað fimleika í 13 ár og byrjaði að þjálfa í Afreki þegar stöðin opnaði í byrjun árs 2022. Þá hefur hún boðið upp á fjarþjálfun í handstöðu síðan í haust.

„Ég hef æft fimleika síðan ég man eftir mér og þar komu handstöður mikið við sögu. Síðastliðin fjögur ár hefur áhugi minn á handstöðum aukist mikið og er stór partur af minni líkamsrækt í dag,“ segir hún.

Námskeiðið fer fram á laugardagana 13. og 20. apríl frá klukkan 13 til 15. Aðeins 12 pláss í boði. Korthafar í Afreki fá 50% afslátt af námskeiðsgjaldinu — hafið samband til að virkja afsláttinn. 

Verð: 10.990 kr.